Argentínska stórstjarnan Lionel Messi og íslenski knattspyrnumaðurinn Dagur Dan Þórhallsson eru á meðal leikmanna í bandarísku MLS-deildinni sem tilnefndir eru til verðlauna fyrir frammistöðu sína á tímabilinu.
Messi, sem leikur með Inter Miami, er tilnefndur sem mikilvægasti leikmaður tímabilsins 2024 og Dagur er tilnefndur í flokki bestu varnarmanna tímabilsins.
Hinn fjölhæfi Dagur hefur mestmegnis leikið í stöðu hægri bakvarðar með liði sínu Orlando City á tímabilinu.
Opnað var fyrir kosningu í gær og lýkur henni mánudaginn 21. október.