Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, og liðsfélagar hennar í Wolfsburg máttu þola tap gegn Roma, 1:0, í fyrstu umferð A-riðils Meistaradeildar Evrópu í kvöld.
Sveindís Jane var í byrjunarliði Wolfsburg en var tekin af velli í hálfleik.
Lyon og Galatasaray eru einnig í A-riðli og mættust í Frakklandi í kvöld.
Fór svo að Lyon vann þægilegan sigur, 3:0, og er á toppi riðilsins eftir fyrstu umferðina.