Ótrúleg endurkoma í Íslendingaslag

Bryndís Arna Níelsdóttir spilar með Växjö sem koma til baka …
Bryndís Arna Níelsdóttir spilar með Växjö sem koma til baka í dag. Eggert Jóhannesson

Íslendingaliðin Kristianstad og Växjö gerðu jafntefli í æsispennandi leik, 3:3, í sænsku úrvalsdeildinni í Kristianstad í dag. 

Eftir leikinn er Kristianstad í fjórða sæti með 43 stig en Växjö er í áttunda sæti með 27 stig. 

Guðný Árnadóttir lagði upp fyrsta mark Kristianstad sem komst í 3:0. Hins vegar Moa Olsson í liði Kristianstad rautt spjald á 70. mínútu. Þá skoraði Växjö þrjú mörk á stuttum tíma og tryggði sér jafntefli. 

Hlín Eiríksdóttir og Guðný spiluðu allan leikinn fyrir Kristianstad en Katla Tryggvadóttir fór af velli á 72. mínútu, stuttu eftir rauða spjaldið.

Bryndís Arna Níelsdóttir spilaði fyrstu 74. mínúturnar fyrir Växjö en Þórdís Elva Ágústsdóttir er varamarkvörður liðsins. 

Guðný Árnadóttir í leik með íslenska landsliðinu.
Guðný Árnadóttir í leik með íslenska landsliðinu. Ljósmynd/Alex Nicodim
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert