England vann öruggan 3:1-sigur gegn Finnlandi í B-deild Þjóðadeildar Evrópu í knattspyrnu í dag.
Trent Alexander-Arnold skoraði annað mark Englendinga beint úr aukaspyrnu. Jack Grealish, samherji hans, bauð upp á veðmál áður en Alexander-Arnold tók aukaspyrnuna.
„Ég sagði við Trent að ef hann skorar þá myndi ég gefa honum 500 pund. Hann negldi síðan boltanum í vinkilinn þannig að ég skulda honum núna,“ sagði Grealish í viðtali eftir leik.