Lærisveinar Heimis Hallgrímssonar í írska landsliðinu töpuðu gegn Grikklandi í B-deild Þjóðadeildar Evrópu í fótbolta í kvöld.
„Það er eins og þegar við fáum á okkur mark að öll pressan fari, þá höfum við meiri trú á því sem við erum að gera. Það var eins gegn Finnlandi nema þá höfðum við hálfleikinn til að ræða,“ sagði Heimir í viðtali eftir leik.
Írland hafði betur gegn Finnlandi, 2:1, á fimmtudaginn eftir að liðið lenti undir. Það var fyrsti sigur írska landsliðsins undir stjórn Heimis.
„Við vitum að við getum gert betur. Við sáum það í síðari hálfleik að við getum gert betur. Þetta snýst bara um að hafa trú á liðinu og hvorum öðrum og byrja leikinn með þessari trú eins og við gerðum í síðari hálfleik,“ sagði Heimir
„Mikið af jákvæðu sem hægt er að taka frá leiknum. Þú vilt samt ekki tapa og aldrei 2:0,“ sagði Heimir.
Írland fær Finnland í heimsókn í næsta leik. Heimir hefur mikla trú á liðinu.
„Ég trúi á þessa leikmenn og ég vona að fólk hafi séð að þetta lið getur verið mjög, mjög gott á sínum degi,“ sagði Heimir að lokum.