Hraunar yfir Trent

Roy Keane er ekki mikill aðdáandi Trent Alexander-Arnold.
Roy Keane er ekki mikill aðdáandi Trent Alexander-Arnold. AFP/Jonathan Nackstrand

Knattspyrnugoðsögnin Roy Keane fór ekki fögrum orðum um Trent Alexander-Arnold eftir 3:1-sigur enska landsliðsins gegn Finnlandi í dag.

Alexander-Arnold skoraði annað mark Englendinga í dag, beint úr aukaspyrnu.

„Ég trúi því ekki enn þá hversu slakur hann er varnarlega og gegn góðu liði mun það koma í ljós,“ sagði Keane um Alexander-Arnold eftir leikinn í dag.

England mátti þola 2:1-tap gegn Grikklandi á fimmtudaginn og var Keane heldur ekki ánægður með frammistöðu hans þá.

„Ef þú sást hann verjast gegn Grikklandi um daginn, þá myndirðu halda að hann hafi aldrei spilað í hægri bakverði áður,“ sagði Keane.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka