Þorlákur hættur í Portúgal

Þorlákur Árnason.
Þorlákur Árnason. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Þorlákur Árnason hefur látið af störfum sem þjálfari kvennaliðs Damaiense í knattspyrnu, sem leikur í efstu deild í Portúgal.

Þorlákur tók við starfinu undir lok síðasta árs og stýrði Damaiense í fjórða sæti deildarinnar á síðasta tímabili.

Í tilkynningu frá portúgalska félaginu segir að Þorláki finnist hann ekki geta bætt liðið frekar undir núverandi kringumstæðum og hafi því sagt starfi sínu lausu.

Þorláki er þakkað fyrir sín störf og segir í tilkynningu Damaiense að sárt sé að sjá á eftir honum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert