Biðst afsökunar á upptökum kynlífsmyndbanda

Hwang Ui-Jo í leik með landsliði Suður-Kóreu.
Hwang Ui-Jo í leik með landsliði Suður-Kóreu. AFP/Jewel Samad

Suðurkóreski knattspyrnumaðurinn Hwang Ui-Jo, leikmaður Alanyaspor í Tyrklandi, er þessa dagana fyrir rétti í Seúl í heimalandinu, sakaður um að hafa tekið upp kynlífsmyndbönd með tveimur konum að þeim óafvitandi.

Saksóknaraembættið í Seúl segir upptökurnar hafa verið ólöglegar þar sem konunum tveimur hafi ekki verið kunnugt um að verið væri að taka þær upp.

Hwang hefur játað sök og beðist afsökunar á framferði sínu.

„Ég mun ekki hafa rangt við í framtíðinni og mun gera mitt besta sem knattspyrnumaður.

Ég bið fórnarlömbin sem gjörðir mínar hafa haft áhrif á innilegrar afsökunar og mér þykir mjög leitt að hafa valdið öllum þeim sem hafa stutt mig og hugsað um mig vonbrigðum,“ sagði hann fyrir rétti.

Myndböndin komu upp á yfirborðið þegar mágkona Hwangs birti myndböndin í þeim tilgangi að kúga út úr honum fé. Hwang kærði mágkonu sína fyrir kúgun og var hún í síðasta mánuði dæmd í þriggja ára fangelsi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert