„Ég er ekki svindlari“

Paul Pogba.
Paul Pogba. AFP/Marco Bertorello

Franski knattspyrnumaðurinn Paul Pogba kveðst ekki vera svindlari en viðurkennir að hafa innbyrt fæðubótarefni sem varð svo til þess að hann féll á lyfjaprófi.

Á dögunum stytti Alþjóðaíþróttadómstóllinn, CAS, keppnisbann Pogba úr fjórum árum niður í 18 mánuði en hann féll á lyfjaprófi eftir að hafa greinst með umframmagn af testósteróni.

„Svona er ég ekki. Ég er ekki svindlari. Ég er manneskja sem elskar íþróttina sína og ég myndi aldrei nokkurn tímann svindla.

Ég vil sigra með heiðarlegum hætti. Ég er tapsár en ég er ekki svindlari. Ég tek nokkra ábyrgð því ég innbyrti fæðubótarefnið,“ sagði Pogba í samtali við Sky Sports.

Hann er enn samningsbundinn Juventus, má byrja að æfa í janúar og byrja að spila í mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert