Í byrjunarliðinu gegn Chelsea

Amanda fagnar marki Twente með liðsfélögum sínum.
Amanda fagnar marki Twente með liðsfélögum sínum. AFP/Vincent Jannik

Hollenska liðið FC Twente mátti í kvöld þola tap gegn Chelsea, 3:1, á heimavelli í Meistaradeild Evrópu í fótbolta.

Íslenska landsliðskonan Amanda Andradóttir var í byrjunarliði Twente og lék fyrstu 79 mínúturnar.

Aggie Beever-Jones, Maika Hamano og Guro Reiten skoruðu fyrir Chelsea. Nikee Van Dijk gerði mark Twente.

Chelsea er í toppsætinu með sex stig. Real Madrid og Twente koma næst með þrjú og Celtic rekur lestina, án stiga.

Þá hafði franska liðið Lyon betur gegn Wolfsburg frá Þýskalandi á útivelli, 2:0. Wendie Renard og Lindsey Horan skoruðu mörkin. Sveindís Jane Jónsdóttir kom inn á hjá Wolfsburg á 77. mínútu.

Roma og Lyon eru með sex stig í riðlinum en Wolfsburg og Galatasaray eru án stiga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert