Töluðu við tíu manns

Mark Bullingham ásamt Thomasi Tuchel.
Mark Bullingham ásamt Thomasi Tuchel. AFP/Adrian Dennis

Enska knattspyrnusambandið ræddi við tíu þjálfara áður en ákveðið var að ráða Þjóðverjann Thomas Tuchel sem landsliðsþjálfara í knattspyrnu karla. 

Tuchel var tilkynntur sem næsti þjálfari landsliðsins í gær en hann tekur við í janúar. 

Mark Bullingham, framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins, sagði sambandið hafa rætt við tíu þjálfara um stöðuna. Meðal þeirra eiga að hafa verið Englendingar. 

Hins vegar komst knattspyrnusambandið að þeirri niðurstöðu að Tuchel væri besti kosturinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert