Dómsmálaráðherra Svíþjóðar tjáir sig: „Óásættanlegt“

Gunnar Strömmer, dómsmálaráðherra Svíþjóðar, tjáði sig um uppákomuna.
Gunnar Strömmer, dómsmálaráðherra Svíþjóðar, tjáði sig um uppákomuna. AFP/Samsett mynd

Stöðva þurfti leik Hamm­ar­by og Djurgården í sænsku úr­vals­deild­ karla í knattspyrnu vegna óláta stuðnings­manna Djurgår­d­en í gær.  

Á 76. mín­útu, þegar Hamm­ar­by var með 2:0-for­ystu, köstuðu stuðnings­menn Djurgår­d­en flug­eld­um og blys­um inn á völl­inn.  

Leikur­inn var stöðvaður í kjöl­farið og voru liðin kölluð inn í bún­ings­klefa. Að lok­um tók lög­regl­an ákvörðun um að fresta leikn­um og þurftu all­ir að yf­ir­gefa völl­inn.

Allir eru sammála

Gunnar Strömmer, dómsmálaráðherra Svíþjóðar, tjáði sig um málið hjá sænska ríkisútvarpinu SVT. 

„Ég held að allir séu sammála um að það sé óásættanlegt að henda flugeldum á völlinn. Ég skynja mikla samstöðu í þessu máli meðal fótboltaheimsins,“ sagði dómsmálaráðherrann. 

Leikurinn mun halda áfram klukkan 14 að staðartíma í dag, 16 að íslenskum tíma. Þá verður leikið án áhorfenda. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert