Tilkynnti um brottrekstur stjórans í beinni

Michel Der Zakarian var rekinn úr starfi sínu sem knattspyrnustjóri …
Michel Der Zakarian var rekinn úr starfi sínu sem knattspyrnustjóri Montpellier í gærkvöldi. AFP/Miguel Medina

Laurent Nicollin, forseti franska knattspyrnufélagsins Montpellier, fór heldur óhefðbundna leið að því að tilkynna um að knattspyrnustjóri karlaliðsins, Michel Der Zakarian, hafi verið rekinn.

Montpellier steinlá gegn Marseille, 0:5, á heimavelli í áttundu umferð frönsku 1. deildarinnar í gærkvöldi og situr á botni deildarinnar eftir að hafa tapað sex leikjum og unnið aðeins einn.

„Í kvöld fann ég mig tilknúinn að binda enda á samstarf okkar. Við ræddum saman í búningsklefanum eftir leik. Ég sagði honum að þessu væri lokið í kvöld.

Ég fór einnig til leikmannanna til þess að láta þá vita að þökk sé frábæru framlagi þeirra hafi þeir rekið þjálfarann sinn og að þeir þyrftu að axla ábyrgð næstkomandi sunnudag gegn Toulouse,“ sagði Nicollin í samtali við sjónvarpsstöðina DAZN eftir leikinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert