Sunderland heldur toppsætinu

Stuðningsmenn Sunderland fagna marki.
Stuðningsmenn Sunderland fagna marki. AFP/Adrian Dennis

Sunderland vann afar sterkan útisigur á Luton Town, 2:1, í ensku B-deildinni í knattspyrnu karla í kvöld og er þar með áfram á toppi deildarinnar.

Sunderland er með 25 stig en Burnley er í öðru sæti með 22 stig og Leeds United er skammt undan í þriðja sæti, einnig með 22 stig.

Hinn 17 ára gamli Chris Rigg og Romaine Mundle skoruðu mörk Sunderland. Elijah Adebayo skoraði mark Luton.

Arnór Sigurðsson kom inn á sem varamaður á 83. mínútu í markalausu jafntefli Blackburn Rovers gegn West Bromwich Albion í Blackburn.

Guðlaugur Victor Pálsson var allan tímann á varamannabekknum hjá Plymouth sem tapaði 1:0 fyrir Millwall á útivelli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert