Ferguson búinn að missa vinnuna

Duncan Ferguson er atvinnulaus.
Duncan Ferguson er atvinnulaus. AFP

Skoski knattspyrnustjórinn Duncan Ferguson hefur verið látinn fara frá Inverness Caledonian Thistle í heimalandinu eftir að félagið fór í greiðslustöðvun.

Liðið lék í skosku úrvalsdeildinni fyrir átta árum, en er nú væntanlega að falla niður í D-deildina. Félagið er í miklum fjárhagserfiðleikum og voru 15 stig dregin af liðinu eftir að það fór í greiðslustöðvun.

Inverness er því með -3 stig og 13 stigum frá öruggu sæti í C-deildinni þegar tíu leikir af 36 hafa verið spilaðir.

Ferguson, sem er 52 ára, átti farsælan feril sem leikmaður, þar sem hann raðaði inn mörkum með Everton. Hann var svo lengi í þjálfarateymi liðsins og tók við því tvígang til bráðabirgða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert