Verður landsliðsþjálfari Dana

Brian Riem er nýr landsliðsþjálfari Danmerkur.
Brian Riem er nýr landsliðsþjálfari Danmerkur. AFP/Virginie Lefour

Danska knattspyrnusambandið hefur ráðið Brian Riemer sem landsliðsþjálfara karla í fótbolta. Hann tekur við af Kasper Hjulmand sem hætti með danska liðið eftir EM í sumar.

Dönum hefur gengið illa að ráða eftirmann Hjulmands til frambúðar, þar til nú. Riemer var rekinn frá belgíska félaginu Anderlecht fyrir aðeins mánuði síðan.

Riemer var aðstoðarmaður Thomas Frank hjá Brentford á Englandi og einnig aðstoðarmaður Ståle Solbakken hjá danska liðinu FC Kaupmannahöfn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert