Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, og Emma Hayes landsliðsþjálfari Bandaríkjanna voru í kvöld útnefnd þjálfarar ársins á Ballon d’Or-verðlaunaafhendingunni í París.
Ancelotti gerði Real Madrid bæði að spænskum meistara og Evrópumeistara á síðustu leiktíð. Ancelotti sniðgekk hátíðina, eins og aðrir fulltrúar Real Madrid, þar sem Vinicius hlýtur ekki Gullboltann.
Emma Hayes gerði Chelsea að Englandsmeistara og svo tók hún við bandaríska landsliðinu og gerði liðið að Ólympíumeistara. Hún gat heldur ekki verið viðstödd því bandaríska landsliðið er nýbúið að mæta því íslenska í vináttuleikjum vestanhafs.