Real Madrid var í kvöld útnefnt besta knattspyrnulið heims á Ballon d'Or-verðlaunahátíðinni í París.
Þar sem Real Madrid ákvað að sniðganga hátíðina í ljósi þess að Vinicius Júnior var ekki valinn besti leikmaður heims, var enginn til að taka við verðlaununum. Rodri hreppti hnossið.
Þá var Carlo Ancelotti kjörinn besti þjálfari heims, en ekki var hann á svæðinu heldur. Kylian Mbappé var svo verðlaunaður fyrir að vera markahæstur ásamt Harry Kane, en ekki var hann í París frekar en liðsfélagar hans.
Real Madrid greindi ekki frá neinum verðlaunum, hvorki á samfélagsmiðlum né heimasíðu sinni, í kvöld.