Fyrsti Gullbolti Spánverjans

Rodri er besti leikmaður heims.
Rodri er besti leikmaður heims. AFP/Franck Fife

Spánverjinn Rodri, leikmaður Manchester City, var í kvöld útnefndur besti knattspyrnumaður heims á Ballon d'Or-verðlaunahátíðinni í París.

Rodri átti sinn þátt í að spænska landsliðið varð Evrópumeistari í sumar og þá hefur hann verið einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin ár.

Hann vann þrefalt með City á síðasta ári er liðið varð Evrópumeistari, bikarmeistari og enskur meistari. Skoraði hann sigurmark City í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Inter Mílanó.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert