Yfirlýsing frá ósáttum Real-mönnum

Vinicius Junior vinnur ekki Gullboltann í ár.
Vinicius Junior vinnur ekki Gullboltann í ár. AFP/Oscar del Pozo

Eins og mbl.is greindi frá fyrr í dag verður enginn á vegum spænska stórliðsins Real Madrid á verðlaunaafhendingu Gullboltans, Ballon d'Or, í París í kvöld.

Þegar félagið komst að því að Brasilíumaðurinn Vinicius Jr. myndi ekki hljóta verðlaunin hætti félagið við að senda fulltrúa sína á hátíðina.

Félagið hefur nú sent frá sér yfirlýsingu, þar sem það sakar knattspyrnusamband Evrópu um vanvirðingu í sinn garð.

„Ef Vinicius vinnur ekki verðlaunin á Dani Carvajal að vinna. Sú verður ekki raunin og það er augljóst að Ballon d'Or og UEFA bera enga virðingu fyrir Real Madrid og Real Madrid mætir ekki þar sem það fær ekki virðingu,“ segir í yfirlýsingu félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert