Daninn sakaður um brot gegn barni

Patrick da Silva.
Patrick da Silva. Ljósmynd/KÍ Klaksvík

Danski knattspyrnumaðurinn Patrick da Silva hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa brotið á stúlku undir lögaldri í annað sinn.

Leikmaðurinn hefur leikið hjá færeyska liðinu KÍ í Klaksvík undanfarin ár, en félagið rak hann eftir að málið kom upp. Er hann grunaður um að hafa brotið á stúlkunum í Danmörku.

Hinn þrítugi da Silva er m.a. sakaður um tilraunir til að lokka stúlku undir 15 ára aldri til samræðis. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að fjögurra ára fangelsi.

Hann var rekinn frá Lyngby í heimalandinu í október 2020 eftir að hann gerðist sekur um að senda 14 ára stúlku kynferðislegar myndir af sér. Var hann í kjölfarið dæmdur í 20 daga skilorðsbundið fangelsi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka