Hlín með stórkostlegt mark (myndskeið)

Hlín Eiríksdóttir
Hlín Eiríksdóttir Kristinn Magnússon

Hlín Eiríksdóttir skoraði stórkostlegt mark fyrir lið sitt Kristianstad þegar liðið vann sterkan sigur á Djurgarden í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag, 3:1.

Hlín skoraði fyrsta mark heimakvenna í leiknum á 53. mínútu þegar hún lék á mann og annan og kláraði svo sóknina með frábæru skoti sem söng í netinu.

Therese Asland jafnaði fyrir Djurgarden á 64. mínútu áður en Guðný Árnadóttir lagði upp mark fyrir Tildu Persson á 80. mínútu leiksins.

Það var síðan Mathilde Janzen sem skoraði þriðja mark Kristianstad úr vítaspyrnu undir lok leiks.

Katla Tryggvadóttir var í byrjunarliði Kristianstad í dag og fór útaf á 84. mínútu leiksins.

Eftir leikinn er Kristianstad í fjórða sæti deildarinnar með 49 stig en Djurgarden er í því sjötta með 31 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka