Íslendingarnir niður um deild í Svíþjóð

Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir í leik með Selfossi.
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir í leik með Selfossi. mbl.is/Óttar Geirsson

Íslendingalið Örebro er fallið úr sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu kvenna eftir tap fyrir Häcken, 4:0, í Gautaborg í kvöld. 

Örebro er með 19 stig, fjórum stigum á eftir AIK í tólfta sæti og því fallið úr deildinni þegar einn leikur er eftir. 

Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir lék allan leikinn fyrir Örebro en Katla María Þórðardóttir kom inn á um miðjan seinni hálfleik. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert