Áfengisbann við komu stuðningsmanna Arsenal

Stuðningsmenn Arsenal máttu heldur ekki hella í sig í Bergamo.
Stuðningsmenn Arsenal máttu heldur ekki hella í sig í Bergamo. AFP/Adrian Dennis

Áfengisbann verður sett á í  miðborg Mílanó tólf tímum fyrir leik Inter Mílanó og Arsenal í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla á morgun. 

Arsenal fékk úthlutað yfir 4.300 miða á San Siro fyrir leikinn og munu því fjölmargir stuðningsmenn ferðast til Mílanóborgar. 

Þeir stuðningsmenn munu hins vegar ekki geta fengið sér áfengi fyrir leikinn í miðborg Mílanó en áfengisbannið er sett til að auka öryggi vallargesta og koma í veg fyrir vitleysu í kringum leikinn. 

Stuðningsmenn Arsenal-liðsins máttu heldur ekki kaupa sér áfengi fyrir leikinn gegn Atalanta í 1. umferð deildarkeppni Meistaradeildarinnar og er þetta því ekkert nýtt fyrir þeim. 

Þar voru þó sérstakir staðir í Bergamo sem mátti drekka á, undir augu lögreglunnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert