Spenntur að snúa aftur til Liverpool

Xabi Alonso situr fyrir svörum á fréttamannafundi í gær.
Xabi Alonso situr fyrir svörum á fréttamannafundi í gær. AFP/Paul Ellis

Xabi Alonso, knattspyrnustjóri Þýskalandsmeistara Bayer Leverkusen, er spenntur fyrir því að snúa aftur á sinn gamla heimavölll Anfield þegar lið hans heimsækir Liverpool í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Alonso lék með Liverpool frá 2004 til 2009 og var svo sterklega orðaður við stjórastöðuna hjá félaginu eftir að Jürgen Klopp tilkynnti í janúar að hann myndi láta af störfum í sumar.

„Það er alltaf sérstakt að koma aftur. Maður tekur eftir þróuninni sem hefur átt sér stað hjá félaginu. Nýja stúkan lítur ansi glæsilega út! Ég þekki borgina út og inn. Ég elskaði hana og á vini hérna.

Kannski fer ég í göngutúr eða út að hlaupa hérna á morgun [í kvöld] en ég mun ekki ná að gera neitt ferðamannatengt. Ég einbeiti mér einungis að leiknum,“ sagði Alonso á fréttamannafundi í gær.

Spurður hvort það hefði komið til greina fyrir hann að taka við Liverpool í sumar vildi Alonso engu svara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert