Karlalið Barcelona í knattspyrnu sló 74 ára gamalt félagsmet í gærkvöldi þegar liðið lagði Rauðu stjörnuna að velli, 5:2, í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu.
Barcelona hefur nú skorað 55 mörk í fyrstu 16 leikjum sínum á tímabilinu og bætti þar með eigið met frá árinu 1950 um eitt mark þegar Börsungar skoruðu 54 mörk í fyrstu 16 leikjum sínum tímabilið 1950-51.
Spænska stórveldið hefur því skorað að meðaltali 3,4 mörk í leik það sem af er tímabils. Barcelona er á toppnum í spænsku 1. deildinni og í sjötta sæti í deildarkeppni Meistaradeildarinnar.
55 - @FCBarcelona has scored 55 goles in their first 16 games of a single season in all competitions for the first time in their history (overpassing 54 goals scored in 1950/51 under Ferdinand Daucik). Steamroller. 🌀 pic.twitter.com/pacKtNf18h
— OptaJose (@OptaJose) November 6, 2024