Ragnar flytur til Danmerkur eftir áramót

Ragnar Sigurðsson.
Ragnar Sigurðsson. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Ragnar Sigurðsson tekur við þjálfun U17-ára liði danska knattspyrnufélagsins AGF strax eftir áramót. 

Þetta tilkynnti danska félagið á samfélagmiðlum sínum í dag en Ragnar, sem er 38 ára gamall, tekur við liðinu af Niklas Backman.

Eitt af hlutverkum Ragnars verður að aðstoða yngri leikmenn liðsins að taka næsa skref upp í aðallið félagsins. 

Ragnar var aðstoðarþjálfari HK á síðustu leiktíð en liðið féll úr bestu deildinni á dögunum eftir að hafa hafnaði í 11. sæti deildarinnar.

Miðvörðurinn þekkir vel til í Danmörku eftir að hafa leikið með FC Köbenhavn frá 2011 til 2014 og þá á hann að baki 97 A-landsleiki fyrir Ísland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert