Karlalið Chelsea í knattspyrnu sló met í riðla- eða deildarkeppni í Evrópukeppni með því að vinna stórsigur á Guðmundi Þórarinssyni og félögum í Noah, 8:0, í þriðju umferð Sambandsdeildar Evrópu í gærkvöldi.
Chelsea hefur nú skorað 16 mörk í fyrstu þremur umferðunum, sem engu liði hefur áður tekist eftir svo fáa leiki í riðla- eða deildarkeppni.
Enska liðið er á toppnum í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar með fullt hús stiga, níu, eftir þrjá afar örugga sigra.
16 - Chelsea have netted 16 goals in just three UEFA Conference League games this season, the most ever by a team after three group games in a major European campaign. Playground. pic.twitter.com/njkkyJqjVN
— OptaJoe (@OptaJoe) November 8, 2024