Íslenska landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði sitt fyrsta mark fyrir Bröndby í 1:0 sigri Bröndby gegn Köge í dönsku úrvalsdeildinni í dag.
Ingibjörg og Hafrún Rakel Halldórsdóttir voru báðar í byrjunarliði Bröndby en Emelía Óskarsdóttir, leikmaður Köge, var ekki með í leiknum í dag vegna meiðsla.
Ingibjörg skoraði sigurmarkið á lokamínútu fyrri hálfleiks og Bröndby er nú með 21 stig í þriðja sæti deildarinnar.
Hún gekk til liðs við Bröndby frá Duisburg í Þýskalandi í byrjun september.
https://www.mbl.is/sport/fotbolti/2024/09/02/landslidskonan_til_danmerkur/