Fyrsti sigur West Ham í ensku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu kom í dag gegn Leicester en leikurinn endaði 1:0 fyrir heimakonum.
West Ham er í níunda sæti deildarinnar með fimm stig, jafn mörg og Leicester sem er í áttunda sæti vegna markatölu.
Viviane Asseyi skoraði sigurmark West Ham á sjöundu mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks sem var eina mark leiksins.
Paví’s flair sets up Vivi’s strike to open the scoring ⚽️#BarclaysWSL #WHUWFC pic.twitter.com/9A9Mqq6Swo
— West Ham United Women (@westhamwomen) November 10, 2024
Dagný Brynjarsdóttir kom inn á undir lok leiks.