Englendingar spiluðu betur án stjarnanna

Curtis Jones og Morgan Gibbs-White fagna.
Curtis Jones og Morgan Gibbs-White fagna. AFP/Aris Messinis

England vann sterkan sigur á Grikklandi, 3:0, í 2. riðli í B-deild Þjóðadeildar Evrópu í knattspyrnu karla í Marousi á Grikklandi í kvöld. 

Með sigrinum er England komið í efsta sæti riðilsins með 12 stig, jafnmörg og Grikkland en betri innbyrðisviðureignir. 

Átta leikmenn drógu sig úr enska hópnum og þar á meðal lykilmenn liðsins. Þrátt fyrir það spilaði enska liðið sinn besta fótbolta í langan tíma. 

Ollie Watkins og Curtis Jones skoruðu sitthvort markið fyrir England en annað mark liðsins var sjálfsmark. 

Norðmenn sterkir í Slóveníu

Noregur vann þá sannfærandi sigur á Slóveníu í Slóveníu, 4:1. 

Leikurinn var liður í 3. riðli B-deildar Þjóðadeildarinnar en Norðmenn eru í öðru sæti með tíu stig, jafnmörg og Austurríki sem er með betri innbyrðisviðureignir. Slóvenía er í þriðja sæti með sjö stig en Kasakstan í fjórða með eitt stig. 

Antonio Nusa skoraði tvö mörk fyrir Noreg en Erling Haaland og Jens Petter Hauge skoruðu sitthvort. Mark Slóveníu skoraði Benjamin Sesko úr vítaspyrnu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert