Skoski knattspyrnumaðurinn Scott McTominay hefur farið afskaplega vel af stað með nýja liði sínu Napoli á Ítalíu.
McTominay gekk í raðir félagsins frá Manchester United í sumar en hann skoraði mark liðsins í jafntefli gegn Ítalíumeisturum Inter Mílanó, 1:1, í Mílanó um síðustu helgi.
Napoli er á toppnum með 26 stig eftir tólf umferðir í gríðarlega jafnri ítölsku A-deild.
Roberto Bordin, fyrrverandi leikmaður liðsins, hrósaði Skotanum í hástert.
„Kaupin á McTominay voru mögnuð. Hann er ómissandi fyrir liðið, það getur ekki verið án hans. Hann gefur því svo mikið,“ sagði Brodin meðal annars.