Þýskt félag yfirgefur X

Lars Ritzka og Jackson Irvine fyrirliði, leikmenn St. Pauli og …
Lars Ritzka og Jackson Irvine fyrirliði, leikmenn St. Pauli og Elon Musk. AFP/Samsett mynd

Þýski knattspyrnufélagið St. Pauli hefur ákveðið að yfirgefa X, áður Twitter, vegna eigandans Elon Musk. 

Þetta kemur frá í tilkynningu félagsins, en St. Pauli er þekkt fyrir að mikla félagsmenningu. Þá eru stuðningsmenn liðsins kenndir við vinstri stjórnmál. 

Félagið, sem er staðsett í Hamburg og leikur í efstu deild Þýskalands karlamegin, er ósátt við eiganda X, Elon Musk, og segir hann hafa gjörbreytt miðlinum til hins verra. Þá er félagið einnig mjög ósátt við stuðning Musk við Trump og segir miðilinn ýta undir öfgahægristefnu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert