Sigurmark Úrúgvæ kom á lokamínútunni

Leikmenn Úrúgvæ að fagna sigurmarki Manuel Ugarte í nótt.
Leikmenn Úrúgvæ að fagna sigurmarki Manuel Ugarte í nótt. AFP/Dante Fernandex

Úrúgvæ hafði betur gegn Kólumbíu, 3:2, í Úrúgvæ í undankeppni HM karla í knattspyrnu sem mun fara fram í Kanada, Mexíkó og Bandaríkjunum árið 2026.

Úrúgvæ er nú með 19 stig í öðru sæti með jafn mörg stig og Kólumbía sem er í því þriðja. Sex efstu liðin komast á HM.

Juan Quintero skoraði fyrsta mark leiksins á 31. mínútu og staðan var 1:0 fyrir Kólumbíu í hálfleik. 

Davinson Sánchez skoraði sjálfsmark í upphafi seinni hálfleiks sem jafnaði metin fyrir Úrúgvæ og Rodrigo Aguirre kom heimamönnum yfir stuttu síðar.

Andres Gomez skoraði jöfnunarmark Kólumbíu á sjöttu mínútu uppbótartímans en Manuel Ugarte skoraði sigurmark Úrúgvæ á elleftu mínútu uppbótartímans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka