Þýskaland valtaði yfir Bosníu, 7:0, í 3. riðli A-deildar Þjóðadeildar karla í knattspyrnu í kvöld.
Staðan í hálfleik var 3:0 fyrir Þýskalandi en Jamal Musiala, Tim Kleindienst og Kai Havertz skoruðu mörkin.
Florian Wirtz skoraði tvö mörk snemma í síðari hálfleik. Leroy Sané skoraði sjötta mark Þjóðverja og Kleindienst skoraði annað mark sitt og sjöunda mark Þýskalands skömmu síðar.
Hollendingar unnu stórsigur gegn Ungverjalandi í sama riðli í Hollandi í kvöld.
Bæði mörk Hollands í fyrri hálfleik komu úr vítaspyrnum en Wout Weghorst skoraði úr fyrra vítinu og Cody Gakpo úr því seinna.
Denzel Dumfries skoraði þriðja mark Hollands um miðbik síðari hálfleiks. Það var síðan Teun Koopmeiners sem gerði endanlega út um leikinn á 85. mínútu.
Þýskaland er á toppi riðilsins með 13 stig, Holland er í öðru sæti með átta stig. Ungverjaland er í þriðja sæti með fimm stig en Bosnía er á botni riðilsins með eitt stig.