Erling Haaland skoraði þrennu í 5:0 sigri Noregs gegn Kasakstan í 3. riðli í B-deild í Þjóðadeild karla í knattspyrnu.
Noregur vann riðilinn með 13 stig og tryggði sér sæti í A-deild. Austurríki var í öðru sæti með 11 stig og fer í umspil, Slóvenía var með átta stig í þriðja sæti og Kasakstan féll úr B-deild með eitt stig.
Noregur og Austurríki voru með jafn mörg stig fyrir leikinn en Austurríki gerði 1:1 jafntefli gegn Slóveníu.
Haaland kom Noregi í 2:0 eftir 37 mínútur og Alexander Sorloth bætti þriðja marki Noregs við á 41. mínútu og staðan var 3:0 í hálfleik.
Haaland fullkomnaði þrennuna á 71. mínútu og Antonio Nusa skoraði fimmta og síðasta mark Noregs á 76. mínútu.