Hneig niður í upphafi leiks

Wout Weghorst í leiknum í dag.
Wout Weghorst í leiknum í dag. AFP/Bart Stoutjesdijk

Adam Szalai, aðstoðarþjálfari ungverska landsliðsins, hneig niður í leik Ungverjalands gegn Hollandi í Þjóðadeild karla í knattspyrnu í gær.

Ástand hans er stöðugt en hinn 36 ára gamli Szalai hneig niður á varamannabekknum þegar aðeins sjö mínútur voru liðnar af leiknum.

Leikurinn var stöðvaður í 13 mínútur og varamenn og starfsfólk Ungverjalands mynduðu hring um Szalai á meðan að hugað var að honum. Hann var svo fluttur með sjúkrabíl á spítala í Amsterdam.

Holland sigraði leikinn 4:0 og tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Þjóðadeildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert