Adam Szalai, aðstoðarþjálfari ungverska landsliðsins, hneig niður í leik Ungverjalands gegn Hollandi í Þjóðadeild karla í knattspyrnu í gær.
Ástand hans er stöðugt en hinn 36 ára gamli Szalai hneig niður á varamannabekknum þegar aðeins sjö mínútur voru liðnar af leiknum.
Leikurinn var stöðvaður í 13 mínútur og varamenn og starfsfólk Ungverjalands mynduðu hring um Szalai á meðan að hugað var að honum. Hann var svo fluttur með sjúkrabíl á spítala í Amsterdam.
Auf der ungarischen Bank gibt es einen medizinischen Notfall mit Reanimation. Das Spiel ist unterbrochen.#nedhun pic.twitter.com/xYwQCqfa3j
— oranjefussball 🇳🇱 (@oranjefussball) November 16, 2024
Holland sigraði leikinn 4:0 og tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Þjóðadeildarinnar.