Liðsfélagi Glódísar með krabbamein

Glódís Perla Viggósdóttir og Maria Luisa Grohs saman ásamt liði …
Glódís Perla Viggósdóttir og Maria Luisa Grohs saman ásamt liði Bayern München. Ljósmynd/Bayern München

Maria Luisa Grohs, markvörður Bayern München og samherji Glódísar Perlu Viggósdóttur, hefur greinst með krabbamein.

Grohs, sem er 23 ára gömul, greindist með illkynja æxli. Hún má ekki spila á næstunni en þrátt fyrir það hefur Bayern framlengt samning hennar til að styðja við bakið á henni.

„Sjúkdómurinn er áskorun sem ég bjóst ekki við að þurfa að yfirstíga,“ sagði Grohs í viðtali.

„Ég er í bestu mögulegum höndum hjá læknunum í München og ég er með stuðning frá stelpunum og félaginu,“ sagði Grohs.

Grohs gekk í raðir Bayern árið 2019 frá Bochum. Hún hefur verið aðalmarkvörður liðsins síðustu þrjú tímabil og hefur þrisvar orðið þýskur meistari með félaginu.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert