Skoski landsliðsmaðurinn Scott McTominay segist ekki sjá eftir því að yfirgefa Manchester United. Skotinn gekk í raðir Napoli í sumar.
„Þetta var risastór ákvörðun fyrir mig, fjölskyldu mína og vini,“ sagði McTominay sem yfirgaf uppeldisfélagið Manchester United í sumar.
„Það þýðir ekkert að horfa í baksýnisspegilinn. Ég hef aldrei séð eftir neinu í lífi mínu eða ferli og ég mun halda áfram að gera það,“ sagði McTominay.
Napoli fer vel af stað í ítölsku A-deildinni en liðið situr á toppi deildarinnar með 26 stig eftir 12 leiki.
„Ég vil að ferill minn verði farsæll og ég ætla að leggja mig allan fram við að verða bæði besti fótboltaleikmaður og besta manneskja sem ég get orðið,“ sagði McTominay.