Sveindís Jane Jónsdóttir var ekki í leikmannahópi Wolfsburg þegar liðið vann öruggan sigur á Galatasaray, 5:0, í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld.
Sveindís Jane hefur ekki verið í stóru hlutverki hjá Wolfsburg á tímabilinu og sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari á fréttamannafundi í síðustu viku að óskandi væri að hún myndi spila meira hjá félagsliði sínu.
Sú varð ekki raunin í kvöld en Sveindís Jane er í landsliðshóp Ísland sem mætir Kanada og Danmörku í vináttulandsleikjum á Spáni á næstunni.
Wolfsburg fór með sigrinum í kvöld upp í annað sæti A-riðils þar sem liðið er með sex stig.
Amanda Andradóttir var hins vegar í eldlínunni hjá Twente þegar liðið tapaði 2:3 fyrir Real Madríd á heimavelli í B-riðli í kvöld.
Amanda lék allan leikinn fyrir Twente, sem er með þrjú stig í þriðja sæti B-riðils.
Hún er sömuleiðis í landsliðshópnum fyrir ofangreint verkefni.