Luther Blissett, fyrrverandi landsliðsmanni Englands í knattspyrnu, var hraðað á sjúkrahús á laugardag þegar hann hneig niður á Grove-hótelinu í Watford er Blissett var viðstaddur góðgerðarviðburð.
Enskir miðlar skýra frá því að Blissett hafi fengið blæðingu inn á heila og dvelji nú á sjúkrahúsi þar sem hann gengst undir frekari skoðanir.
Blissett, sem er 66 ára gamall, gerði garðinn frægan með Watford á 8. og 9. áratug síðustu aldar og er goðsögn hjá félaginu enda markahæsti leikmaðurinn í sögu karlaliðsins með 149 mörk.
Hann lék 14 A-landsleiki fyrir England þar sem Blissett, sem lék eitt tímabil með AC Milan, skoraði þrjú mörk.