Orri Steinn frá keppni vegna meiðsla

Orri Steinn Óskarsson meiddist í leiknum gegn Wales.
Orri Steinn Óskarsson meiddist í leiknum gegn Wales. Ljósmynd/Alex Nicodim

Fótboltamaðurinn Orri Steinn Óskarsson verður fjarri góðu gamni um helgina þegar lið hans Real Sociedad heimsækir Athletic Bilbao í 14. umferð spænsku 1. deildarinnar.

Þetta tilkynnti Imanol Alguacil, stjóri Real Sociedad, í dag Orri Steinn, sem er tvítugur, er að glíma við meiðsli.

Framherjinn fór meiddur af velli í fyrri hálfleik í 4:1-tapinu gegn Wales í 4. riðli B-deildar Þjóðadeildarinnar í Cardiff á þriðjudaginn.

„Hann verður ekki með okkur um helgina, við þurfum tíma til þess að skoða hann betur,“ sagði Alguacil í morgun.

Óvíst er hversu lengi Orri verður frá en hann hefur skorað tvö mörk í níu leikjum í spænsku 1. deildinni á tímabilinu. Real Sociead er með 18 stig í 8. sæti deildarinnar, 6 stigum frá Meistaradeildarsæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert