Knattspyrnumaðurinn Hörður Björgvin Magnússon verður frá keppni næstu mánuðina eftir að hann gekkst undir aðgerð á hné. Hörður lék síðast í september á síðasta ári.
Fótbolti.net greinir frá. Hörður sleit krossband í hné í leik með gríska liðinu Panathinaikos gegn AEK og var frá keppni í tæpt ár vegna þessa.
Hörður jafnaði sig og var klár í að spila þegar hann byrjaði að finna til í hnénu á ný og í ljós kom að hann þurfti á annarri aðgerð að halda til að fá bót meina sinna.
Verður varnarmaðurinn því frá keppni þar til í apríl eða maí. Hann hefur leikið með Panathinaikos frá árinu 2022. Sverrir Ingi Ingason leikur einnig með liðinu.