Skoraði sitt fyrsta mark í Hollandi

Helgi Fróði Ingason í leik með Stjörnunni í sumar.
Helgi Fróði Ingason í leik með Stjörnunni í sumar. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Helgi Fróði Ingason skoraði sitt fyrsta mark í hollensku B-deildinni í knattspyrnu þegar hann komst á blað í 4:3-tapi Helmond Sport fyrir FC Eindhoven á heimavelli í kvöld.

Helgi Fróði kom inn á sem varamaður í hálfleik og var búinn að minnka muninn niður í 2:1 aðeins tveimur mínútum síðar.

Helmond lenti 3:1 undir en jafnaði svo metin í 3:3 áður en Eindhoven knúði fram sigurmark.

Miðjumaðurinn ungi hefur spilað 11 leiki í deildinni, skorað eitt mark og lagt upp eitt. Helgi Fróði er 19 ára gamall og kom til Helmond frá uppeldisfélaginu Stjörnunni í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert