Lið Freys í miklum vandræðum

Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson. Ljósmynd/Kortrijk

Kortrijk, undir stjórn Freys Alexanderssonar, mátti þola slæmt tap fyrir Westerlo, 4:0, í belgísku A-deildinni í fótbolta í Westerlo í kvöld. 

Kortrijk er með 14 stig í 15. og næstneðsta sæti eftir 15 leiki. 

Markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson en frá vegna meiðsla og var því ekki í marki Kortrijk-liðsins í kvöld. 

Landsliðsmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen kom inn á í stóru tapi Gent fyrir Anderlecht, 6:0, í Brussel. 

Gent er í sjötta sæti deildarinnar með 22 stig. 

Á toppnum í B-deildinni

Atli Barkarson spilaði þá allan leikinn í heimasigri Zulte Waregem á Seraing, 5:1, í belgísku B-deildinni í kvöld. 

 Waregem er í efsta sæti deildarinnar með 26 stig eftir tólf leiki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert