Sá þriðji í sögunni

Robert Lewandowski þakkar fyrir sig eftir leik.
Robert Lewandowski þakkar fyrir sig eftir leik. AFP/Manaure Quintero

Robert Lewandowski, framherji spænska knattspyrnustórveldisins Barcelona, er þriðji leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu til að skora 100 mörk. 

Lewandowski, sem er 36 ára gamall, skoraði sitt 100. og 101. mark í 3:0-heimasigri Barcelona á Brest í gærkvöldi. 

Lewandowski náði þessu áfanga í aðeins 125 leikjum. Cristiano Ronaldo hefur skorað flest mörk eða 140 en Lionel Messi hefur skorað næstflest eða 129, ekki slæmur félagsskapur það. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka