Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins og Bayern München, er ein af tólf bestu knattspyrnukonum í Evrópu samkvæmt Globe Soccer, sem hefur tilnefnt hana í árlegu kjöri á bestu leikmönnum álfunnar.
Hægt er að kjósa á netinu en eftirtaldar tólf knattspyrnukonur koma til greina:
Aitana Bonmatí, Spáni (Barcelona)
Lucy Bronze, Englandi (Chelsea)
Tabitha Chawinga, Malaví (Lyon)
Caroline Graham Hansen, Noregi (Barcelona)
Giulia Gwinn, Þýskalandi (Bayern München)
Lauren James, Englandi (Chelsea)
Ewa Pajor, Póllandi (Barcelona)
Salma Paralluelo, Spáni (Barcelona)
Alexia Putellas, Spáni (Barcelona)
Mayra Ramírez, Kólumbíu (Chelsea)
Khadija Shaw, Jamaíku (Manchester City)
Glódís Perla Viggósdóttir, Íslandi (Bayern München)
Þetta er mikill heiður fyrir Glódísi sem í haust varð í 22. sæti í kosningu á bestu knattspyrnukonu heims hjá France Football, Ballon d'Or, og var þar efst af miðvörðum.
Það sama er í þessari kosningu, Glódís er eini miðvörðurinn í hópi þeirra tólf sem tilnefndar eru.