Daníel Tristan Guðjohnsen skoraði sín fyrstu mörk fyrir aðallið Malmö þegar liðið vann Torslanda IK í sænsku bikarkeppninni í dag, 5:2.
Daníel, sem er 18 ára, kom inná á 64. mínútu í stöðunni 1:1 og gerði hann sér lítið fyrir og skoraði þrennu. Fyrsta markið kom á 88. mínútu og virtist hann vera að tryggja Malmö sigurinn. Torslanda IK náði hinsvegar að jafna leikinn á annarri mínútu uppbótartíma og var því framlengt. Í framlengingunni gerði Daníel sér lítið fyrir og skoraði tvívegis og tryggði þar með sæti Malmö í næstu umferð sænska bikarsins.
Daníel hefur verið mikið frá vegna meiðsla á tímabilinu en hefur verið að koma til baka og kom t.a.m. inná í tveimur leikjum undir lok tímabilsins þegar Malmö varð sænskur meistari.
Með þessari frammistöðu hefur Daníel væntanlega komið sér ofar í goggunarröðina og verður fróðlegt að sjá hvort hann fái einhverjar mínútur í komandi Evrópuleikjum Malmö en liðið mætir næst Galatasaray þann 12. desember nk.
🎩 Daniel Gudjohnsen stod idag för sitt första, andra och tredje A-lags mål i tävlingssammanhang för Malmö FF. pic.twitter.com/maDf5i9p8q
— Malmö FF (@Malmo_FF) December 1, 2024