Javier Mascherano hefur hafið störf sem þjálfari Inter Miami í bandarísku MLS-deildinni í fóbolta.
Félagið tilkynnti um ráðningu Argentínumannsins í gær en Mascherano, sem er fertugur, þekkir vel til stjörnuleikmanna liðsins.
Hann og Lionel Messi eru góðir vinur og léku lengi saman hjá bæði Barcelona og argentínska landsliðinu.
Þá lék hann einnig með þeim Luis Suárez, Sergio Busquets og Jordi Alba hjá Barcelona á sínum tíma.
Mascherano hefur undanfarin ár stýrt U19-ára landsliði Argentínu og þá var hann þjálfari U23-ára liðsins á Ólympíuleikunum í París í sumar.