Lille sigraði Brest, 3:1, í efstu deild franska fótboltans í kvöld. Með sigrinum fór liðið upp í 26 stig og í þriðja sæti.
Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði Lille í fyrsta skipti frá því í septemberbyrjun en hann er nýkominn til baka eftir meiðsli.
Skagamaðurinn ungi nýtti tækifærið vel því hann skoraði annað mark Lille á 44. mínútu og kom liðinu í 2:0. Hákon var svo tekinn af velli á 62. mínútu.